Sérfræðiþjónusta okkar
Ráðgjöf & Greiningar
Ráðgjafarhluti félagsins byggir á langri alþjóðlegri reynslu í almanntengslum, menntageiranum og almennum rekstri. Einstök þekking á gerð áreiðanleikakannana, fræðsluefnis o.fl.
Textar & Þýðingar
Tungumálaþjónusta sem byggir á fjölþjóðlegri tungumálakunnáttu og áratuga reynslu stofnenda félagsins og tengslaneti þeirra. Þýðingar úr og á íslensku, kínversku, ensku, sænsku, dönsku, hollensku, spænsku og fleiri tungumálum.
Markaðsmál & Vefsíður
Hjá félaginu starfa stuðboltar sem eru vanir að skipuleggja krefjandi og flókin markaðsverkefni og halda úti flottum heimasíðum. Þar býr að baki reynsla í verkefnastjórnun, grafískri-, vörumerkja-, sýningarhönnun, viðburðastjórnun, markaðsefni o.fl.
Menningar- & Sýningarstjórnun
Fólkið okkar eru félagar í virtustu listamannasamböndum landsins með reynslu af viðburðum eins og Menningarnótt og Listahátíð. Tökum að okkur rekstur menningarverkefna og höldum utan um sýningarhönnun, tónleika, bardagalistaviðburði o.fl.
Menntun & Þjálfun
Ráðgjöf í mennta- og fræðslugeiranum er kjölfestan í rekstri félagsins. Þar býr að baki áratugareynsla úr menntageiranum, nánar til tekið úr stjórnsýslu, þjálfun, verkefnastjórnun, kennslu, umbreytingaverkefnum, þýðingum á kennslu- og fræðsluefni, handbókum o.fl.
Samfélagsmiðlar & Almannatengsl
Félagið er stofnað upp úr æskulýðsstarfi og almannategnsl og rekstur samfélagsmiðla hefur alltaf verið kjarnastarfsemi. Þekking og reynsla á efni fyrir samfélagsmiðla í tengslum við á sölu, iðnað, menningu o.fl.
Íþróttir og Umboðsstörf
Aðstandendur félagsins hafa bakgrunn í íþróttum og hafa aðstoðað íþróttafélög við flest það sem viðkemur rekstri þeirra. Einnig umboðsstörf fyrir erlenda íþróttamenn sem hafa komið til Íslands og íslenska íþróttamenn sem farið hafa erlendis.
