Sérfræðiþjónusta okkar

Ráðgjöf & Greiningar

Ráðgjafarhluti félagsins byggir á langri alþjóðlegri reynslu í almanntengslum, menntageiranum og almennum rekstri. Einstök þekking á gerð áreiðanleikakannana, fræðsluefnis o.fl.

Textar & Þýðingar

Tungumálaþjónusta sem byggir á fjölþjóðlegri tungumálakunnáttu og áratuga reynslu stofnenda félagsins og tengslaneti þeirra. Þýðingar úr og á íslensku, kínversku, ensku, sænsku, dönsku, hollensku, spænsku og fleiri tungumálum.

Markaðsmál & Vefsíður

Hjá félaginu starfa stuðboltar sem eru vanir að skipuleggja krefjandi og flókin markaðsverkefni og halda úti flottum heimasíðum. Þar býr að baki reynsla í verkefnastjórnun, grafískri-, vörumerkja-, sýningarhönnun, viðburðastjórnun, markaðsefni o.fl.

Menningar- & Sýningarstjórnun

Fólkið okkar eru félagar í virtustu listamannasamböndum landsins með reynslu af viðburðum eins og Menningarnótt og Listahátíð. Tökum að okkur rekstur menningarverkefna og höldum utan um sýningarhönnun, tónleika, bardagalistaviðburði o.fl.

Menntun & Þjálfun

Ráðgjöf í mennta- og fræðslugeiranum er kjölfestan í rekstri félagsins. Þar býr að baki áratugareynsla úr menntageiranum, nánar til tekið úr stjórnsýslu, þjálfun, verkefnastjórnun, kennslu, umbreytingaverkefnum, þýðingum á kennslu- og fræðsluefni, handbókum o.fl.

Samfélagsmiðlar & Almannatengsl

Félagið er stofnað upp úr æskulýðsstarfi og almannategnsl og rekstur samfélagsmiðla hefur alltaf verið kjarnastarfsemi. Þekking og reynsla á efni fyrir samfélagsmiðla í tengslum við á sölu, iðnað, menningu o.fl.

Íþróttir og Umboðsstörf

Aðstandendur félagsins hafa bakgrunn í íþróttum og hafa aðstoðað íþróttafélög við flest það sem viðkemur rekstri þeirra. Einnig umboðsstörf fyrir erlenda íþróttamenn sem hafa komið til Íslands og íslenska íþróttamenn sem farið hafa erlendis.

Hafðu samband

Talaðu við sérfræðinga okkar. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum þínum til að við getum náð tilætluðum árangri saman.